KAP á Íslandi

Þóra Hlín, stofnandi KAP á Íslandi, hefur haldið KAP-viðburði hér á landi frá ágúst 2018 við miklar vinsældir. Þóra hóf jógaiðkun sína fyrir 20 árum og hefur jóga verið stór hluti af lífi hennar síðan. Eftir útskrift frá hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2010 hóf hún kennaranám í kundalini-jóga hjá Guðrúnu Arnaldsdóttur og útskrifaðist árið 2011 með alþjóðleg Yoga Alliance-kennsluréttindi frá Kundalini Research Institute. Í framhaldi af þessu kviknaði hjá Þóru Hlín löngun til að ferðast til Indlands og dýpka enn frekar þekkingu sína á jógafræðum og hugleiðslu samkvæmt Ashtanga-hefðinni og dvaldi hún í borginni Mysore á Suður-Indlandi við nám og útskrifaðist í maí 2012 sem Ashtanga-kennari. Þóra Hlín hefur auk þess sótt þekkingu og menntun víða um heim. Þóra lærði KAP í einkanámi hjá lærimeistara sínum, Venant Wong, á Bali en Venant er stofnandi KAP og er talinn vera fremsti KAP-lærimeistari samtímans.

 „Ég er afar þakklát fyrir þau jákvæðu viðbrögð sem ég hef fengið undanfarið ár síðan ég byrjaði að bjóða upp á KAP-viðburði hér á landi. Ég vona að ég fái að kynna KAP fyrir þér.

Þóra Hlín Friðriksdóttir